AR Almerimar er nýlegt 5 stjörnu golfhótel staðsett í um 40 mínútna keyrslu frá Almeria borg við Almerimar golfvöllinn. Örstuttur gangur er niður að smábátahöfninni í Almeria og niður að sólbaðssandströnd. Góður kostur fyrir fjölskyldur sem vilja sameina afslöppun í sól og spila golf. Sumarið 2019 var golfvöllurinn tekinn í gegn og er völlurinn nú 27 holur og því hægt að velja um 9, 18 eða 27 holur fyrir þá allra hörðustu.
GISTING
Á hótelinu eru 112 herbergi búin öllum helstu þægindum. Standard herbergin eru 55-65 fm. með m.a. flatsjónvarpi, fríu þráðlausu interneti, öryggishólfi og mini bar. Hótelið er mjög vel staðsett fyrir kylfinga, við klúbbhúsið og fyrsta teig á golfvellinum.
AÐSTAÐA
Í garðinum eru tvær sundlaugar ásamt heilsulind.
AFÞREYING
Á hótelinu er einnig líkamsræktaraðstaða, tennisvöllur og leiksvæði fyrir börnin.
VEITINGASTAÐUR
Á hótelinu er veitingastaður með mjög fjölbreyttum matseðli, Sushi - Bar og hlaðborðsveitingastður. Allt innifalið í mat og drykk er morgunmatur, hádegismatur, kvöldmatur, vatn, vín hússins, gosdrykkir og ýmsir innlendir áfengir drykkir.
FYRIR BÖRNIN
Leikvöllur
STAÐSETNING
Golf Almerimar er staðsett við Almerimar golfvöllinn í um 40 mínútna keyrslu frá Almeria borg.
AÐBÚNAÐUR
Útisundlaug
Sólbaðsaðstaða
Sólarhringsmóttaka
Töskugeymsla
Frítt internet
Líkamsræktaraðstaða
Veitingasstaður
ATH
Upplýsingar
Avda. Almerimar, sn. Urb. Almerimar, 04711 Almerimar, Almería, Spánn
Kort