Golf Center Apartamentos er snyrtileg tveggja stjörnu íbúðagisting staðsett innan golfvallarins um 500 metra frá ströndinni á Roquetas de Mar. Í næsta nágrenni eru verslanir og veitingastaðir.
GISTING
Í þessum einföldu íbúðum finnur þú allt sem þú þarfnast. Bjartar, snyrtilegar íbúðir með einu herbergi og svefnsófa í stofunni. Allar íbúður eru með svölum eða verönd, loftkælingu(einungis í stofunni), sjónvarpi og öryggishólfi.
AÐSTAÐA
Á hótelinu er snyrtilegur garður með tveimur stórum sundlaugum, barnalaug og sólbaðsaðstöðu. Í garðinum er einnig lítill snakkbar. Á hótelinu er setustofa með sjónvarpi, næturvörður og bílastæði. Gestamóttakan er opin frá 09:30 - 13:30 og 17:30 - 20:30. Þvottahús er á hótelinu þar sem gestir geta þvegið þvott gegn gjaldi. Ath. ekki er lyfta í húsinu.
VEITINGASTAÐIR
Á hótelinu er veitingastaður þar sem gestir geta valið um hálft fæði eða fullt fæði á tímabilinu 29. júní - 15 september.
STAÐSETNING
Hótelið er mjög vel staðsett í Playa Serena í Roquetas de Mar. Hótelið er í um 500 m fjarlægð frá fallegri ströndinni og innan gólfvallarins.
AÐBÚNAÐUR Á GOLF CENTER APARTAMENTOS
Útisundlaug
Sólbaðsaðstaða
Bar
Veitingastaður
Sjónvarp
Bílastæði
Golfvöllur
Loftkæling
Kynding
Næturvörður
Eldhús
Svefnsófi
ATH
Upplýsingar
Kort